Ólafur Magnússon hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Tækni & Nýsköpunar hjá Nova. Ólafur hefur starfað hjá Creditinfo Group frá árinu 2015, síðast sem framkvæmdastjóri Global Technology & Delivery. Áður starfaði Ólafur í fjarskiptageiranum, m.a. hjá Símanum og hjá alþjóðlega fjarskiptafyrirtækinu 3 í Svíþjóð. 3 var fyrsta fjarskiptafélagið í Evrópu til að bjóða upp á farsímaþjónustu yfir 3G farsímanet og var brautryðjandi í að lækka fjarskiptakostnað viðskiptavina sinna með ókeypis símtölum innan kerfis.

Ólafur er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Ólafur tekur við starfinu 1. mars og mun Benedikt Ragnarsson, sinna starfinu þangað til en hann mun svo taka við nýju hlutverki innan Nova og verða tækniþróunarstjóri.


Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri:
Við fögnum því að fá góðan liðstyrk og halda áfram að skora á okkur sjálf og markaðinn. Fjarskiptafyrirtæki eru í eðli sínu mikilvæg innviðafyrirtæki og er Nova á meðal stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækja landsins. Vel heppnuð markaðssetning, góð þjónusta og forysta í innleiðingu nýjustu tækni hefur skilað Nova sterkri markaðshlutdeild og ánægðum og tryggum viðskiptavinum. Allir þessir þættir ásamt einstökum hópi starfsfólks hefur skilað félaginu miklum ávinningi og tekjuvexti undanfarin ár og ég trúi því að Óli muni styrkja Nova liðið en frekar.


Ólafur Magnússon:
Fjarskiptageirinn er ákaflega spennandi, í stöðugri þróun þar sem ný tækni veitir viðskiptavinum sífellt betri þjónustu og notendaupplifun á hagkvæman hátt.  Ég hlakka til að kynnast þeim öfluga hópi liðsfélaga hjá Nova sem hafa allt frá kröftugr innkomu á íslenskan farsímamarkað verið í fararbroddi í nýsköpun. Nova er í kjörstöðu til að leiða áfram nýjungar á markaði og ég er spenntur að taka þátt í þeirri vegferð.

Um Nova
Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins.  Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Hjá Nova starfa um 156 starfsmenn á á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Í janúar var tilkynnt um að Nova hafi fengið hæstu einkunn fjarskiptafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni þrettánda árið í röð.

Attachment

  • Skemmtana- & framkvæmdastjórn

Primary Logo

Skemmtana- & framkvæmdastjórn

Ný skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova:Þórhallur, Margrét, Þuríður og Ólafur. Mynd: Gunnar Svanberg

© GlobeNewswire - 2022